top of page

Pantaðu foammyndir á fljótlegan og þægilegan hátt 

Foammyndir

Við bjóðum upp á myndir á foam með eða án ramma sem hagkvæma lausn í stórum stækkunum.

Hægt er að velja um tvær týpur af hlífðarfilmum yfir myndirnar, slétta eða hamraða áferð sem ásamt ramma gerir það að verkum að foam myndirnar endast og líta vel út.

Hlífðarfilmurnar eru fáanlegar á myndir sem eru undir 60x90cm fyrir slétta filmu og 50x70 fyrir hamraða filmu.

Foam myndir eru fáanlegar í svo gott sem hvaða stærð sem er upp að 100x150cm. 

Rammarnir eru síðan sérpantaðir fyrir hverja mynd.

Afgreiðslufrestur er venjulega 3-5 virkir dagar

Gott er að taka fram stærð, fjölda, nafn, símanúmer og hvernig ramma.

Strigamyndir

Við prentum myndir á striga og setjum á blindramma. Hjá okkur er ending og gæði aðalatriði og þess vegna notum við striga frá Breathing Color USA sem er viðurkenndur aðili og stærsti framleiðandi striga í Bandaríkjunum.

Stærðir strigamynda ráðast af römmunum sem hlaupa á 5cm, frá 20x20 cm.

Við sjáum um að gera aukakant á myndir til að myndin blæði yfir allan

ramman án aukagjalds.

Bleksprautuprentun

Mikil þróun hefur átt sér stað í bleksprautuprentun á undanförnum árum og nú er svo komið að sennilega er þessi prentun orðin á meðal þess besta sem boðið er uppá. Ending mynda úr bleksprautuprentara það besta sem mögulegt er.

Álrammar og flotrammar

Við bjóðum uppá fallega og sterka álramma með Foammyndunum okkar. Þeir fást í mörgum litum og 3 gerðum, litlir á 4200 kr, miðstærð á 5600 kr og stórir á 7300 kr. Flotrammar fyrir strigamyndirnar eru á 7900kr

Sé myndin stærri en 40x60 er nauðsynlegt að velja stærri gerðirnar tvær.

bottom of page