top of page

Við erum í Skeifunni, beint á móti Spilavinum

Stafræn Framköllun

 • Myndapantanir í gegnum netframköllunarforritið eru yfirleitt afgreiddar næsta virka dag um kl.15:00

 • Stærðir upp að 20x30 eru í boði í netframköllunarforritinu okkar undir Ljósmyndir, stærri myndir en það eru undir Collage.

 • Flýtimeðferð: Við erum ekki með sérstakt flýtigjald, en við reynum alltaf að hafa myndirnar tilbúnar sem fyrst.

 • Ef þú ert ekki viss hvort að pöntunin þín fór í gegn, kíktu þá á tölvupóstinn sem þú skráðir í pöntunarferlinu, ef þú fékkst sjálfvirkt svar frá kerfinu fór pöntunin í gegn. Muna að kíkja í spam möppuna líka.

 • Mikilvægt er að fylla í alla reiti þegar þú pantar, nóg er að setja punkt í reiti til að þeir teljist útfylltir. Við þurfum hinsvegar alltaf að fá Nafn, Símanúmer, Netfang og Heimilisfang.

Lazerprentun

 • Lazerprentun er í boði í stærðum upp í A3 í fullri blæðingu og SRA3 með hvítum kanti.

 • Lazerprentun er yfirleitt tilbúin daginn eftir um 15:00.

Myndaviðgerðir

 • Viðgerðir á myndum taka yfirleitt 2-4 virka daga, en það fer eftir verkefnastöðu og ástandi myndar.

 • Algengur kostnaður á viðgerð eða hreinsun á mynd er frá 1500kr og upp í 5000kr. Ef myndin er í það slæmu standi borgar sig oft að senda myndina út í viðgerð, verðin á því eru frá 15.000kr

Filmuframköllun 

 • Hægt er að frá stafræn eintök af filmum sendar á netfang að eigin vali í gegnum Wetransfer.com eftir að gengið hefur verið frá greiðslu.

 • Wetransfer sendingar berast yfirleitt eftir kl. 16:00 á daginn, sama dag filman á að vera tilbúin.

bottom of page