Prentun
Stafræn Framköllun
Stafræn framköllun er framköllun á ljósnæman pappír sem fer í gegnum ferli af vökvum sem festa myndina, hreinsa og þurrka pappírinn. Slík prentun er algengasta myndaprentunin og kemur í flestum hefðbundnum myndastærðum. Svona eru flestar myndir í myndaalbúmum prentaðar. Myndirnar frá okkur eru framkallaðar á Fuji pappír með ljósfestuvottun uppá 100 ár.
Þessar myndir eru í boði á glans og mattann pappír. Þumalputta reglan er að myndir í ramma séu mattar en í albúm eða lausar séu glans.
Lazerprentun
Lazerprentun er hefðbundin skrifstofu og bæklingaprentun. Lazer teiknar myndina á pappírinn, síðan dreifir prentarinn bleki í duftformi yfir myndina sem er síðan brædd á pappírinn. Þessi týpa af prentun hentar betur fyrir magnprentun en hágæðaprentun. Algengir hlutir prentaðir á lazer eru, kort, bæklingar, grafíkverk í fáum litatónum og texti í miklu magni.
Bleksprautuprentun
Bleksprautuprentun hefur tekið þvílíkum framförum síðasta áratug eða svo og er orðin það allra besta sem völ er á í dag. Bleksprautuprentun verður yfirleitt fyrir valinu þegar á að prenta fine art myndir fyrir listagallerí eða eftirprentanir af málverkum. Við prentum allar strigamyndir og flestar foammyndir á bleksprautu vegna gæða og endingar þeirra. Bleksprautuprentari hefur blekhylki með litum sem prenthaus sprautar beint á myndflötinn. Oft eru mismunandi blektýpur eftir hver myndflöturinn er. Við erum með 12 lita Canon bleksprautu rúlluprentara sem hefur sitthvorn svarta litinn eftir því hvort prentflöturinn er mattur eða glans.
Önnur þjónusta
Skönnun
Við tökum að okkur að skanna myndir allt að 30x42cm og flestar filmur og slides.
Við erum vel tækjum búin sérhönnuðum í filmuskönnun til að ná fram bestu mögulegu útkomu.
Við gerum tilboð í skönnun á stærri filmu og myndasöfnum.
Myndaviðgerðir
Við tökum að okkur að gera við gamlar eða skemmdar myndir, til dæmis að laga rispur og rifur, litaleiðrétta og skipta um bakgrunna. Ef mynd er verr farin en við teljum okkur ráða við innanhúss erum við í samstarfi við sérhæfða viðgerðaraðila erlendis sem taka að sér stærri og flóknari viðgerðir. Þeir bjóða meðal annars upp á að lita svarthvítar myndir, laga myndir sem hafa lent í stórfelldum vatnsskaða og laga myndir sem einungis er til hluti af.
Umbrot og uppsetning
Við tökum að okkur að prenta, skera og brjóta bæklinga og kort fyrir einstaklinga og fyrirtæki, og höfum ákveðna sérstöðu þar sem við getum afgreitt minni upplög en gengur og gerist. Einnig er afgreiðslutíminn frekar stuttur hjá okkur.
Við framleiðum líka kort, bæði brotin og einföld, dagatöl, nafnspjöld, kjöllímdar kiljur, borðstanda fyrir veislur og mannamót og margt fleira.