Við erum í bláu húsunum í Skeifunni
Prentun
Stafræn Framköllun
Stafræn framköllun er framköllun á ljósnæman pappír sem fer í gegnum ferli af vökvum sem festa myndina, hreinsa og þurrka pappírinn. Slík prentun er algengasta myndaprentunin og kemur í flestum hefðbundnum myndastærðum. Svona eru flestar myndir í myndaalbúmum prentaðar. Myndirnar frá okkur eru framkallaðar á Fuji pappír með ljósfestuvottun uppá 100 ár.
Þessar myndir eru í boði á glans og mattann pappír. Þumalputta reglan er að myndir í ramma séu mattar en í albúm eða lausar séu glans.
Lazerprentun
Lazerprentun er hefðbundin skrifstofu og bæklingaprentun. Lazer teiknar myndina á pappírinn, síðan dreifir prentarinn bleki í duftformi yfir myndina sem er síðan brædd á pappírinn. Þessi týpa af prentun hentar betur fyrir magnprentun en hágæðaprentun. Algengir hlutir prentaðir á lazer eru, kort, bæklingar, grafíkverk í fáum litatónum og texti í miklu magni.
Bleksprautuprentun
Bleksprautuprentun hefur tekið þvílíkum framförum síðasta áratug eða svo og er orðin það allra besta sem völ er á í dag. Bleksprautuprentun verður yfirleitt fyrir valinu þegar á að prenta fine art myndir fyrir listagallerí eða eftirprentanir af málverkum. Við prentum allar strigamyndir og flestar foammyndir á bleksprautu vegna gæða og endingar þeirra. Bleksprautuprentari hefur blekhylki með litum sem prenthaus sprautar beint á myndflötinn. Oft eru mismunandi blektýpur eftir hver myndflöturinn er. Við erum með 12 lita Canon bleksprautu rúlluprentara sem hefur sitthvorn svarta litinn eftir því hvort prentflöturinn er mattur eða glans.