top of page

Vissir þú að í netframköllunarforritinu okkar getur þú gert dagatöl og kort með þínum myndum?

Við bjóðum upp á töluvert úrval dagatala sem hægt er að sérsníða með þínum myndum og texta í netframköllunarforritinu okkar. Verðið á öllum gerðum dagatala er 3900kr en ef þú pantar fleiri en eitt eins er verðið 3100kr.

Hægt er að velja úr nokkrum þemum til að hjálpa þér að hanna dagatalið en gott er að fara vel yfir dagatalið áður en pantað er. Dagatalið prentast alveg eins og þú sérð það á skjánum þannig að tómir textareitir og og myndir yfir stöfum prentast þannig. 

Hægt er að gera bæði hangandi og standandi dagatöl í nokkrum stærðum í forritinu okkar.

Afgreiðslufrestur er yfirleitt 2 til 5 virkir dagar.

Við bjóðum upp á mikið úrval af stærðum og gerðum korta sem þú hannar.

Í netframköllunarforritinu er hægt að setja upp á auðveldan og skemmtilegan hátt flott jóla, fermingar, afmælis eða tækifæriskort.

Í forritinu er mikið af grafík sem þú getur notað til að gera hið fullkomna fermingarkort, brúðkaupskort eða jólakort, einnig getur þú sett upp aðgang og vistað hönnunina þína og gripið í hana næst þegar þig vantar kort af einhverju tagi. 

Með kortunum fylgja umslög og er afgreiðslufrestur yfirleitt 2 til 5 virkir dagar.

Lágmarksgjald er 1500kr á kortapöntunum, en verðið lækkar á stykkið þegar pantað er 5 stykki eða fleiri.

bottom of page